Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hefst miðvikudaginn 18. júní og stendur til og með 22. júní.
Markmið hátíðarinnar er að auka sýnileika LGBTQ+ samfélagsins og byggja upp samfélag sem er opið og öruggt fyrir alla íbúa og gesti.
Dagskráin er afar fjölbreytt og er til að mynda boðið upp á ókeypis bíósýningar, tónleika og alls kyns uppákomur. Dagskrána er að finna á heimasíðunni www.hinseginhatid.is.
Fólk er hvatt til að taka þátt í hátíðinni og samstöðu, hvort heldur sem það er með því að mæta á viðburði, skreyta, flagga eða með því að vekja athygli á hátíðinni á einhvern hátt.
Hátíðin byggir á því góða starfi sem unnið hefur verið í Hrísey en fyrsta Hinsegin hátíðin í Hrísey var haldin árið 2023 en nú sameinast öll sveitarfélögin á Norðurlandi eystra um Hinsegin daga, ásamt samtökunum Hinsegin Norðurland og Hinsegin hátíðinni í Hrísey.
Verkefnið Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Norðurlands eystra.
Heimasíða Hinsegin hátíð
Instagram @hinseginhatid
Facebook: www.facebook/hinseginhatid
Nánari upplýsingar veitir Elísabet Ögn Jóhannsdóttir, verkefnastjóri hátíðarinnar, í síma 697 8217, eða í netfanginu elisabetogn@akureyri.is.
Mynd frá Hinsegin hátíðinni í Hrísey