Sendiherra Noregs í heimsókn í Fjallabyggð

Á mynd frá vinstri: 
Cecilie Annette Willoch, Sigríður Ingvarsdóttir og Anna Lind Björnsdóttir
Á mynd frá vinstri:
Cecilie Annette Willoch, Sigríður Ingvarsdóttir og Anna Lind Björnsdóttir

Cecilie Annette Willoch, sendiherra Noregs á Íslandi kom í heimsókn til okkar í Fjallabyggð í gær og naut meðal annars viðburða á Þjóðlagahátíð, heimsótti Síldarminjasafnið og fyrirtæki í Fjallabyggð. Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri Fjallabyggðar og Anna Lind Björnsdóttir verkefnastjóri SSNE á Tröllaskaga tóku vel á móti henni.