Mynd: Jón Hrói Finnsson
Sparisjóður Ólafsfjarðar og Creditinfo Ísland
boðuðu til blaðamannafundar í 984 metra hæð uppá Múlakollu í Ólafsfirði í dag
kl 14:00. Lagt var af stað frá gamla Múlaveginum ofan við Brimnes, á
snjóstroðara og snjósleðum. Þegar upp var komið rituðu Jónas Björnsson
sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Ólafsfjarðar og Hákon
Stefánsson starfandi stjórnarformaður
Creditinfo Ísland undir samning um að Sparisjóði Ólafsfjarðar tæki að sér
vinnslu verkefna fyrir Creditinfo Ísland. Áætlað að þessi verkefni skapi 2-4 ný störf í Sparisjóði
Ólafsfjarðar, en reiknað er með að þeim geti fjölgað í framtíðinni og til greina kemur að sparisjóðurinn taki
að sér vinnslu verkefna fyrir fyrirtæki Creditinfo Group erlendis.
Með í för voru forráðamenn Sparisjóðsins og Creditinfo, bæjarstjóri Fjallabyggðar og fleiri
gestir, auk nokkurs fjölda af skíðakrökkum frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar sem
fengu að nýta ferðina og skíða niður þessa 984 metra.
Aðstæður til undirritunar voru eins
og best verður á kosið - veðrið var frábært og útsýnið yfir
fjörðinn og fjöllin í kring stórkostlegt. Björn Ólafsson fræddi gesti um
staðhætti og landslagið sem fyrir augu bar og kynnti nýtt göngukort með
gönguleiðum um Tröllaskaga, en Björn er þekktur fyrir afrek sína á gönguskíðum og faðir eins af okkar
bestu skíðamönnum Kristins Björnssonar.
Fyrirtækið
Creditinfo Ísland varð til í byrjun árs 2008 þegar Lánstraust og
Fjölmiðlavaktin sameinuðu krafta sína. Vörur og þjónusta Creditinfo eru sniðin
að þörfum íslensks viðskiptalífs. Fyrirtækið
sérhæfir sig m.a. í
vanskilaupplýsingum, upplýsingum um fyrirtæki, innheimtu og vaktkerfum eins og
fjölmiðlavaktinni, sem margir þekkja. Upplýsingar þær sem aðgengilegar eru hjá
Creditinfo eiga að gefa viðskiptavinum tækifæri á auðveldu mati á áhættu
viðskipta við bæði fyrirtæki og einstaklinga. Fyrirtækið hefur nú gert samning við
Sparisjóð Ólafsfjarðar um að hluti af þeim verkefnum sem fyrirtækið sinnir,
verði unnin af Sparisjóði Ólafsfjarðar og starfsmönnum hans.
Eins
og allir þekkja hefur flutningur starfa til landsbyggðarinnar verið mikið í
umræðunni og hefur ríkið m.a. lofað öllu fögru síðust ár. Hér er hins vegar á
ferðinni samningur tveggja einkafyrirtæki sem sjá hag sinni slíku stamstarfi,
þrátt fyrir að vegalengdina á milli þeirra.
Þórir Kristinn Þórisson bæjarstjóri Fjallbyggðar var að vonum ánægður með nýju
störfin. „Hér er á ferðinni frábær samvinna tveggja öflugra fyrirtæka sem
við getum verið stolt af. “