Sameiginlegur bæjarstjórnarfundur sveitarfélaga við Eyjafjörð

Á morgun, miðvikudag, verður haldinn sameiginlegur fundur bæjarstjórna Akureyrar, Dalvíkurbyggðar, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Fundurinn verður haldinn gegnt munna væntanlegra Héðinsfjarðarganga í Ólafsfirði, við gamla flugvöllinn, og hefst hann kl. 17.Tilefni fundarins er að undirstrika mikilvægi þeirra samgöngubóta sem væntanleg Héðinsfjarðargöng eru fyrir allt Eyjafjarðarsvæðið þar sem þau m.a. treysta grundvöll öflugs samstarfs og sameiningar sveitarfélaga á svæðinu. Dagskrá fundarins er svo hljóðandi:Fundarsetning – Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir, formaður bæjarráðs, Ólafsfirði.Mikilvægi jarðganganna – Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyri.Ávarp - Valdimar Bragason, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð.Sameiginleg ályktun kynnt – Guðmundur Guðlaugsson, bæjarstjóri Siglufirði.Fundarslit.