Rekstur upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar sumarið 2026

Fjallabyggð leitar eftir áhugasömum rekstraraðila/þjónustuaðila í sveitarfélaginu til þess að reka upplýsingamiðstöð í Fjallabyggð næsta sumar, frá 15. maí til 15. september 2026.

Upplýsingamiðstöð fyrir ferðafólk hefur verið rekin af Fjallabyggð í samstarfi við bókasafnið undanfarin ár en nú er leitað eftir áhugasömum aðilum sem gætu rekið upplýsingamiðstöðin næsta sumar.

Útvistun
Leitað er eftir aðila sem hefur getu til að taka að sér rekstur meginhluta starfsemi upplýsingamiðstöðvar. Rekstur myndi hefjast 15.maí nk. og standa til 15. september. Um tilraunaverkefni er að ræða í eitt sumar til að byrja með.

Fjallabyggð mun leggja til fjármagn til reksturs upplýsingamiðstöðvar í samræmi við rauntölur síðustu ára, s.s. launakostnað og annan rekstrarkostnað.

Aðstaða og skilyrði
Skilyrðin eru einkum eftirfarandi:

  • Húsnæðisaðstaða; gott og þægilegt rými til að taka á móti gestum inn af götunni, innanbæjar í Fjallabyggð (miðsvæðis í Ólafsfirði eða á Siglufirði eða því sem næst er kostur) og að aðgengi sé gott fyrir sem flesta. Enn fremur þarf að vera hægt að koma fyrir bæklingum þjónustuaðila sem þess óska og sem alla jafna eru/hafa verið aðgengilegir í upplýsingamiðstöð bæjarins. (Húsnæðið getur verið í eigu Fjallabyggðar)
  • Starfsfólk; að viðkomandi hafi til staðar starfsfólk eða geti ráðið viðbótarstarfsfólk sem býr yfir þjónustulund og færni til að upplýsa og aðstoða gesti. Skilyrði er að töluð sé íslenska og enska, fleiri tungumál eru kostur.
  • Þekking og þjálfun; æskilegt er að starfsfólk hafi góða þekkingu á umhverfi og staðháttum á svæðinu, en fái annars þjálfun og leiðsögn.
  • Skilyrði er að starfsfólk gæti kurteisi, hlutleysis og jafnræðis við störf sín, t.d. þegar benda þarf á þjónustu, þar sem fleiri en einn eru til staðar sem veita þjónustuna.

Upplýsingar
Áhugasamir aðilar eru beðnir um að senda stutta greinargerð með upplýsingum um hvernig viðkomandi sér fyrir rekstur upplýsingamiðstöð ásamt hugmyndum um verð á þjónustunni.

Upplýsingum ber að skila á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is í síðasta lagi 20.janúar n.k.

Allar frekar upplýsingar veitir bæjarstjóri á netfanginu thorirh@fjallabyggd.is