Rekstraraðili að skíðasvæðinu í Skarðsdal

Óskað er eftir áhugasömum rekstraraðila að skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði með það að markmiði að auka aðsókn að svæðinu og halda áfram uppbyggingu á jákvæðri ímynd svæðisins.

Áhugasamir eru beðnir um að skila inn umsókn í síðasta lagi 22. október ásamt greinagerð um reynslu og réttindi til notkunar á tækjum og búnaði sem tilheyra skíðasvæðinu, vélsleðum og snjótroðara.

Umsókn ásamt greinagerð má senda á póstfangið fjallabyggð@fjallabyggð.is