Opnað hefur verið fyrir skráningu á Landsmót 50+ í sumar

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Landsmót 50+ í sumar.  Hvetjum fólk að velja sér keppnisgrein og skrá sig.

Landsmót UMFÍ 50+ 2025

Landsmót UMFÍ 50+ fer fram á Siglufirði og Ólafsfirði dagana 27. - 29. júní 2025. Mótið er haldið í samstarfi við Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar (UÍF) og sveitarfélagið Fjallabyggð.

Skráning er opin.

Þátttökugjald er 5.500 krónur og fyrir það hægt að taka þátt í öllum greinum. Skráning opnar 15. maí 2025. Hér verður líka hægt að kaupa miða á matar- og skemmtikvöld sem greitt er fyrir sérstaklega. Ekki þarf að skrá sig sérstaklega til þess að taka þátt í opnum greinum, bara mæta og hafa gaman! Ef spurningar vakna er best að senda tölvupóst á netfangið umfi@umfi.is.

Skrá mig til leiks!