Opinn fundur vegna framkvæmda og viðhaldsverkefna í Fjallabyggð 2026

Fimmtudaginn 22. janúar kl.17:00 verður opinn fundur í Ráðhúsi Fjallabyggðar á Siglufirði.

Á fundinum verður farið yfir helstu framkvæmdir og viðhaldsverkefni ársins 2026 hjá sveitarfélaginu.
Fundurinn er opinn öllum, en verktakar eru sérstaklega velkomnir.

Skipulags og framkvæmdasvið Fjallabyggðar