Leikskóli Fjallabyggðar óskar eftir að ráða leikskólakennara, leikskólaliða, eða starfsmann með aðra menntun sem nýtist í starfi,
frá 15. janúar. Um er að ræða 100% stöðu á Leikhólum, Ólafsfirði.
Leikskóli Fjallabyggðar er 8 deilda leikskóli með tvær starfstöðvar, Leikhólum í Ólafsfirði og Leikskálum á Siglufirði.
Einkunnarorð leikskólans er: Leikur að læra
Helstu verkefni á ábyrgð: Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra/leikskólakennara þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi
Hæfnikröfur:
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta skilyrði. Íslenskukunnátta á stigi B2
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ/v Félags leikskólakennara eða viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til 1. janúar 2026
Við hvetjum karla jafnt sem konur og kvára til að sækja um hjá okkur
Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu skólans. https://leikskolifjallabyggdar.leikskolinn.is/ undir upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir: Kristín María H. Karlsdóttir, leikskólastjóri í síma 4649145
netfang kristinm@fjallaskolar.is