Kvikmyndataka við Tjarnarborg í dag og nótt

Kæru íbúar Ólafsfjarðar

Í dag 9. apríl, munu kvikmyndatökulið frá Glassriver verða við tökur í kringum Tjarnarborg. Þar hefur nú fallið hið myndarlegasta snjófóð.

Aðgengi verður takmarkað um Strandgötu að Ólafsfveg meðan á tökum stendur frá kl. 17:00 til 05:00 en hjáleiðir verða merktar fyrir umferð.

Við biðlum til ykkar að ræða við börn og ungmenni um að leika sér ekki í snjónum þar sem ýmis tæki, búnaður og efni verða sett í snjóinn í tengslum við tökurnar.

Bendum á að notaðar verða vindvélar með tilheyrandi hljóði.

Næturtökurnar fara fram á höfninni og ættu ekki að trufla svefn neins.

Bestu þakkir fyrir skilning og samvinnu!

Með kærri kveðju,
Glassriver