Kofabyggðir rísa á Siglufirði og Ólafsfirði

Grunnskólabörn í Fjallabyggð hafa verið iðin síðustu daga við að reisa kofabyggðir Fjallabyggðar á Siglufirði og Ólafsfirði.

Kofarnir sem eru þegar komnir upp eru glæsilegir og ljóst að metnaður barnanna er mikill.

Í dag var uppskeruhátíð haldin á Siglufirði þar sem börnin þar luku við smíðina. Öllum sem komið hafa að smíði kofanna var boðið í pylsuveislu.
Byggingarfulltrúi Fjallabyggðar og slökkviliðsstjóri mættu á svæðið og tóku út kofana og fengu börnin viðurkenningarskjal.

Uppskeruhátíð kofabyggðarinnar á Ólafsfirði fer fram 26. júní nk., kl. 11:00.
Það eru SSS á Siglufirði og Hestamannafélagið Gnýfari á Ólafsfirði sem hafa haft umsjón með smíðavöllum sveitarfélagsins.