Íþróttamaður ársins 2024 í Fjallabyggð. Athöfn frestað til 4. janúar 2025

Íþróttamaður ársins 2024.
 
Athöfn þar sem besta og efnilegasta íþróttafólk Fjallabyggðar verður verðlaunað fer fram í Tjarnarborg kl. 17:00 laugardaginn 4. janúar 2025.
 
Það eru Kiwanisklúbburinn Skjöldur og Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar sem standa að valinu, í samstarfi við íþróttafélög innan UÍF, og athöfninni sjálfri. Er hún öllum opin og er fólk hvatt til að mæta og fagna uppskeru ársins hjá íþróttahreyfingunni í Fjallabyggð.