Íslenska sem annað mál á vorönn MTR 2026

Menntaskólinn á Tröllaskaga mun bjóða upp á tvo áfanga á vorönn 2026 í íslensku sem annað mál. Annars vegar ISAN1AB05 og hins vegar ÍSAN2GB05. (English below)

Allt nám í skólanum er sett upp sem fjarnám en reiknað er með að sem flestir sem hér búa og ætla að stunda námið hittist í MTR tvisvar í viku.

Innritun hefst 1. nóvember nk. Önnin kostar samtals 19.000 kr. fyrir einn áfanga, 6000 kr. innritunargjald og 13.000 fyrir 1 áfanga.

English on this link: https://docs.google.com/document/d/1iH9UU7dxOwuAee_15IA8_p2fCs7JO3ewCUsWodv-8zs/edit?usp=sharing

Fjallabyggð hvetur forstöðumenn stofnana sinna að sjá til þess að fólki verði gert kleift að sækja námið t.d. undir lok vinnudags. Boðið er uppá samtal um hentugan tíma og eru áhugasöm hvött til að hafa samband við Idu Semey hjá MTR, ida@mtr.is sem einnig er tilbúin til að koma og hitta fólkið sé áhugi er fyrir því.