Íbúafundar vegna breytinga á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar

Fjallabyggð boðar til íbúafundar vegna breytinga á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar. 


Á fundinum munu fulltrúar T.ark arkitekta kynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar. Markmið breytingarinnar er að útbúa nýja lóð fyrir verslunarkjarna sem mun hýsa m.a. nýja verslun Samkaupa ásamt öðrum verslunum og/eða þjónustu. Í kjölfar íbúafundarins verður tillagan auglýst með formlegum hætti skv. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Fundurinn fer fram miðvikudaginn 6. nóvember kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar