Í tilefni af Íþróttaviku Evrópu 2025 býður Fjallabyggð upp á frían aðgang í sund 23. - 30 september nk.

#BeActive eru einkunnarorð Íþróttaviku Evrópu sem haldin er í yfir 30 Evrópulöndum vikuna 23.-30. september ár hvert að því tilefni mun Fjallabyggð bjóða íbúum frítt í sund.

Er ekki tilvalið að skella sér í sund, prófa rennibrautina eða slappa af í heita pottinum? Frábær leið til að hreyfa sig og taka þátt í íþróttavikunni. Dagskrá íþróttavikunnar kemur inn á næstu dögum.