Hefur þú áhuga á að halda sumarnámskeið fyrir börn í Fjallabyggð?
Fjallabyggð hvetur skapandi og áhugasama aðila til að halda fjölbreytt og skemmtileg námskeið fyrir börn í sumar!
Hvatt er til námskeiða á sviði lista, leiklistar, útivistar, handverks, íþrótta eða hvað annað sem börn kunna að njóta.
Hægt er að gera samning við Fjallabyggð um að börn geti nýtt frístundastyrk upp í námskeiðsgjöld.
Í fjárhagsáætlun ársins er gert ráð fyrir að Fjallabyggð geti styrkt sumarnámskeið barna með svo kölluðum pop-up styrk.
Skilyrði fyrir styrk er meðal annars að námskeiðið sé haldið í Fjallabyggð og sé fyrir börn á grunnskólaaldri. Einnig er horft til lengd námskeiða og kostnaðaráætlunar.
Sendu inn hugmynd eða fáðu frekari upplýsingar hjá frístundafulltrúa Fjallabyggðar, í gegnum netfangið salka@fjallabyggð.is.
Tökum höndum saman og búum til gleðilegt og uppbyggilegt sumar fyrir börnin í Fjallabyggð!
