Hátíðleg stemmning þegar jólaljósin voru tendruð

Það var hátíðleg stund þegar jólaljósin voru tendruð á jólatréinu á Ráðhústorgi Siglufjarðar í gær. Sandra Finnsdóttir flutti hugvekju og Tinna Hjaltadóttir og Guðmann Sveinsson tóku nokkur jólalög auk þess sem börn úr leikskólanum Leikskálum sungu jólalög. Þá tóku nokkrir jólasveinar forskot á sæluna og mættu til byggða til þess að hitta börnin. Fjölmargir bæjarbúar og gestir mætu og gengu saman hringinn í kring um jólatréð en gærdagurinn markaði upphaf aðventunnar.

Jólaljósin verða tendruð á jólatrénu á Ólafsfirði næsta föstudag þegar jólakvöldið verður haldið í miðbænum og hefst viðburðurinn kl. 19:30

Meðfylgjandi myndir voru teknar á viðburðinum á Siglufirði í gær.