Góð byrjun á umhverfisátaki

Nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar í 8.- 10. bekk hófu átakið "Fjallabyggð til fyrirmyndar 2012". Tókst þeim að safna miklu rusli saman á mjög stuttum tíma og eru þeim færðar góðar þakkir fyrir, en betur má ef duga skal.

Því skorar Bæjarstjórn Fjallabyggðar á alla íbúa sveitafélagsins að taka höndum saman og hirða upp drasl og rusl sem er að finna í næsta nágrenni við heimili og fyrirtæki.

Minni á að hægt er að fá svarta ruslapoka á bæjarskrifstofum Fjallabyggðar.

Lögð er rík áhersla á að fyrirtæki og stofnanir bæjarfélagsins taki þátt í átakinu með bæjarbúum.

·        Góð uppröðun á hlutum utandyra hjá fyrirtækjum getur gert kraftaverk er varðar sjónmengun.

Við þurfum allsherjar hreinsun á okkar umhverfi.

Með því að leggjast öll á eitt, getum við gjörbreytt ásýnd Fjallabyggðar.

Stöndum saman - leggjum málinu lið í dag og á morgun.

Bæjarstjóri Fjallabyggðar.