Framkvæmdir við endurbætur á þaki sundhallar hafnar

Framkvæmdir við endurbyggingu þaksins á sundlauginni á Siglufirði eru farnar af stað og mundu standa yfir fram á haust. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er um mikið verk að ræða en byggja þarf upp gólf í sundlauginni sjálfri til þess að iðnaðarmenn geti unnið við endurbætur á þaksperrum og klæðningu að innan og utan.

Endurbótum á þaki íþróttahússins á Ólafsfirði er lokið. Þar hefur leki í lofti valdið því að ofanvatn hefur komist í gegnum þakdúk og valdið því að lekið hefur inn í húsið. Fyrr í sumar unnu iðnaðarmenn að því að setja nýja dúk á þakið og með því átt að koma í veg fyrir frekari vatnsleka inn í húsið.


Iðnaðarmenn vinna hörðum höndum að því að byggja upp gólf í sundlauginni á Siglufirði toil þess
að komast í þakið.


Nýr þakdúkur er kominn á íþróttahúsið á Ólafsfirði og framkvæmdum þar lokið.