Forseti Íslands á setningu Landsmóts UMFÍ 50+

Það er okkur sönn ánægja og heiður að bjóða forseta Íslands, frú Höllu Tómasdóttur, hjartanlega velkomna til Fjallabyggðar í tilefni af Landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið er dagana 27.–29. júní á Siglufirði og Ólafsfirði. Forsetinn mun heiðra mótið með nærveru sinni og ávarpa gesti við setningu mótsins í dag föstudag. Landsmót UMFÍ 50+ er haldið í samstarfi við Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar (UÍF) og sveitarfélagið Fjallabyggð. Margir hafa lagt ómælda vinnu á sig við undirbúning og skipulag mótsins, þeim færum við innilegar þakkir fyrir elju, metnað og óeigingjarnt starf. Þeirra framlag gerir þetta allt mögulegt. Bjóðum gesti og þátttakendur mótsins velkomna í Fjallabyggð og hlökkum til að taka á móti ykkur öllum.