Þjóðskrá Íslands vinnur að því að draga úr pappírsnotkun og auka rafræna stjórnsýslu. Nú er
hægt að tilkynna flutning á netinu. Hér að neðan má finna almennar upplýsingar um tilkyningur flutninga.
Almennt um tilkynningu flutninga
Reglur um tilkynningu
flutninga eru á vef Þjóðskrár Íslands, skra.is, sjá http://skra.is/pages/1031.
Vakin er sérstök athygli á að einstaklingar geta hvorki tilkynnt flutning lögráða barna sinna
né foreldra sína. Lögráða einstaklingar þurfa að nota eigin auðkenningu vegna netskila eða fylla út
eyðublað og undirrita.
Flutningstilkynningar sem eru skannaðar inn af sveitarfélögum og sendar í tölvupósti til Þjóðskrá
Íslands þarf ekki að senda í frumriti í bréfpósti.
Flutningar innanlands
Flutningstilkynningar innanlands er hægt að senda rafrænt með netskilum, annars þarf að undirrita og senda í
bréfpósti. Bæjarskrifstofa sem tekur við flutningstilkynningu skal biðja um að
skilríki sé framvísað við móttöku.
· A-250 Flutningstilkynning innanlands
· A-251 Notification of change of address
in Iceland
· A-252 Staðfesting maka sem flutt er til vegna samvista að nýju.
Flutningar á milli Norðurlanda
Flutning á milli Norðurlanda þarf ávallt að tilkynna í eigin
persónu hjá hluteigandi skráningarskrifstofu (skrifstofu viðkomandi sveitarfélags) í því landi sem
flutt er til.
Eyðublað vegna flutnings frá Norðurlöndum TIL Íslands er á vef
Þjóðskrár Íslands en eingöngu er hægt að skila því með því að koma til Þjóðskrár Íslands
eða til bæjarskrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til og framvísa skilríkjum.
· A-253 Flutningstilkynning frá
Norðurlöndum TIL Íslands
· A-253 Flytning fra de nordiske lande til
Island.
Flutningur á milli landa annarra en Norðurlanda
Flutning frá Íslandi má tilkynna rafrænt með netskilum.
Flutning til Íslands þarf ávallt að
tilkynna í eigin persónu með því að koma í þjónustuver Þjóðskrár
Íslands eða skrifstofu viðkomandi bæjarfélags, fylla út tilkynningu og framvísa skilríki.
· A-254 Flutningstilkynning –
flutningur milli Íslands og ríkja utan Norðurlanda
· A-255 Notification of change of address
between Iceland and countries other than the Nordic Countries
Flutningur 3ja aðila
Þinglýstir eigendur, sveitarfélög, heilbrigðisstofnanir og aðrir geta skv. lögum nr. 73/1952 umtilkynninga aðseturskipta, geta
sent beiðni um að lögheimili tiltekins einstaklings sé fært.
· A-256 Beiðni 3ja aðila um
flutning einstaklinga