Fljúga hvítu fiðrildin – Þjóðlagahátíð á Siglufirði 2.–6. júlí

Þjóðlagahátíðin fer fram á Siglufirði dagana 2.– 6. júlí 2025 og býður upp á fjölbreytta dagskrá þar sem þjóðlagatónlist, dans og menning mætast í einstöku umhverfi.

Sérstaka athygli vekja ókeypis námskeið sem standa gestum og íbúum til boða fimmtudaginn 3. og föstudaginn 4. júlí þar sem boðið er upp á kennslu í þjóðlögum og dönsum frá mismunandi löndum, auk námskeiðs fyrir börn. Skráning er nauðsynleg og fjöldi takmarkaður.

Við hvetjum íbúa og gesti Fjallabyggðar til að kynna sér dagskrána og njóta þessarar einstöku menningarhátíðar um leið og við bjóðum gesti hjartanlega velkomna í Fjallabyggð.

Dagskrá og upplýsingar: siglofestival.com
Skráning í námskeið: Þjóðlagasetrið – sími 664 2300 / thjodlagasetur@gmail.com