Fjölmennt á fundi Skipulags- og framkvæmdasviðs Fjallabyggðar

Fjölmennt var á fundi sem Skipulags- og framkvæmdasvið Fjallabyggðar boðaði til í gær þar sem farið var yfir framkvæmdir og viðhaldsverkefni sem áætlað er að ráðast í á árinu 2026. Fundurinn var opinn öllum og voru verktakar sérstaklega hvattir til þess að mæta.

Farið var yfir þau fjölmörgu verkefni sem eru á teikniborðinu á Ólafsfirði og Siglufirði. Undirbúningur fyrir mörg verkefni er þegar farinn af stað þannig að þau verða tilbúin til framkvæmda þegar veður og aðstæður leyfa.