Fjallabyggðartrefillinn 11,5 kílómetrar

Trefillinn sem lagður var milli bæjarkjarna Ólafsfjarðar og Siglufjarðar við vígslu Héðinsfjarðarganga verður til sýnis í viku í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri frá 15. nóvember næstkomandi.  Einnig verður hann sýndur í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 10. janúar. Umfang trefilsins er mikið og mun Eimskip aðstoða við að koma treflinum á sýningarstaðina. Hér gefst fólki tækifæri til að sjá trefilinn í einu lagi í allri sinni dýrð.