Fjallabyggð vátryggir hjá Sjóvá

Jón Birgir Guðmundsson, útibússtjóri Sjóvá og Þórir Kristinn Þórisson, bæjarstjóri takast í hendur að undirskrift lokinni.
Jón Birgir Guðmundsson, útibússtjóri Sjóvá og Þórir Kristinn Þórisson, bæjarstjóri takast í hendur að undirskrift lokinni.
Miðvikudaginn 14. október var undirritaður vátryggingasamningur milli Fjallabyggðar og Sjóvá. Samningurinn er gerður í kjölfar útboðs á vátryggingum sveitarfélagsins. Fjögur íslensk tryggingarfélög skiluðu tilboðið og var tilboð Sjóvá hagstæðast. 

Vátryggingasamningurinn nær til stofnana og fyrirtækja Fjallabyggðar og er gildistími hans þrjú ár. Samningurinn tekur til allra vátryggingaviðskipta sveitarfélagsins, svo sem trygginga á húseignum, lausafé og ökutækjum, auk slysatryggingar á starfsmönnum og skólabörnum.
Í tengslum við undirrituninni voru öll mannvirki Fjallabyggðar heimsótt og áhættuskoðuð af starfsmönnum Sjóvá og Forvarnarhúss Sjóvá. Það er vilji samningsaðila að vinna markvisst að almennum forvörnum í sveitarfélaginu á til að minnka líkur á slysum á fólki og tjónum á eignum sveitarfélagsins.

Nánari upplýsingar um samningana veita:
Jón Hrói Finnsson, þróunarstjóri Fjallabyggðar í síma 464 9203
Jón Birgir Guðmundsson, útibússtjóri í síma 440 2385