Dagana 1.- 17. mars tökum við fyrsta skrefið í tiltekt og hreinsun í Fjallabyggð þar sem athyglin beinist núna að ýmisskonar járnarusli eins og t.d. númerslausum bifreiðum, tækjum, kerrum, vinnuvélum og fleiru þessháttar þar sem megin uppistaðan er málmur.
Eigendur þessara hluta geta sent tölvupóst á fjallabyggd@fjallabyggd.is eða hringt í síma 464-9100 og óskað eftir að hlutir í þeirra eigu verði sóttir og fargað. Beiðni þarf að fylgja greinargóð lýsing á viðkomandi hlut/hlutum, staðsetning og upplýsingar um eiganda.
Ef um skráningarskyld ökutæki er að ræða fá eigendur aðstoð við afskráningu sé þess óskað.
Íbúar og rekstraraðilar eru hvattir til að nýta tækifærið og taka til í sínu nærumhverfi því allt rusl þar sem megin uppistaðan er málmur verður sótt og fargað eigendum að kostnaðarlausu.
Tæknideild Fjallabyggðar