Erindisbréf nefnda

Erindisbréf nefnda Fjallabyggðar eru komin á vefinn. Erindisbréfin eru umboð bæjarstjórnar til handa nefndunum og lýsingar á verksviðum þeirra og starfsháttum.

Erindisbréfin voru flest samþykkt á fundi bæjarstjórnar í október 2008 en hafa nú verið uppfærð til samræmis við samþykkt um stjórn Fjallabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar sem nýlega fékkst staðfest í samgönguráðuneyti. Auk erindisbréfa sem hafa verið uppfærð hafa bæst við erindisbréf skipulags- og umhverfisnefndar og hafnarstjórna.

Smellið hér til að skoða erindisbréfin.