Elsta deild Leikskála í heimsókn á bæjarskrifstofu.

Fimmtudaginn 6. nóvember sl. komu börnin úr elstu deild Leikskála í heimsókn á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar í tilefni Vinaviku. Þau færðu starfsmönnum myndir sem þau höfðu unnið í vikunni. Það er alltaf gaman að fá unga fólkið okkar í heimsókn og að lokum stilltu krakkarnir sér upp með bæjarstjóra í myndatöku.