Breytingar á aðalskipulagi

Í kjölfar athugasemda sem bárust við auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 samþykkti Bæjarstjórn Fjallabyggðar eftirfarandi breytingar á aðalskiplaginu:
- reiðleið meðfram Ólafsfjarðarvatni var felld út.
- landfylling sunnan Mararbyggðar út í Ólafsfjarðarvatn var felld út.
- efnisnáma á Siglunesi var felld út.

Minniháttar breytingar og leiðréttingar urðu að auki á skipulagsgögnunum. Gerð er grein fyrir svörum sveitarfélagsins  við athugasemdum í endurskoðaðri greinargerð aðalskipulagsins í kaflanum svör við athugasemdum (bls. 228).
Þessar breytingar hafa hvorki áhrif á markmið og stefnumið sveitarfélagsins né leiðir að stefnumiðum. Breytingarnar hafa jákvæð áhrif á umhverfisþátt náttúru í umhverfismati aðalskipulagsins en ekki teljandi á aðra umhverfisþætti.
Skipulagsgögn með breytingum eru aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins http://www.fjallabyggd.is/