Breyting á deiliskipulagi í Hólsdal vegna Fljótaganga og breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020–2032

Kynning á skipulagstillögu á vinnslustigi

Breyting á deiliskipulagi í Hólsdal vegna Fljótaganga og breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020–2032

Miðvikudaginn 8. október milli kl. 15:00–17:00 verður opið hús í Ráðhúsi Fjallabyggðar, 2. hæð að Gránugötu 24. Þar mun skipulagsráðgjafi sitja fyrir svörum varðandi skipulagstillögurnar og veita upplýsingar þeim sem þess óska.

Að kynningu lokinni og eftir umfjöllun skipulags- og umhverfisnefndar verða tillögurnar auglýstar með að minnsta kosti sex vikna athugasemdafresti, þar sem allir hafa tækifæri til að koma á framfæri ábendingum og athugasemdum.