Brennur og flugeldasýningar á Gamlársdag í Fjallabyggð

Áramótabrennur verða bæði á ÓLafsfirði og Siglufirði á Gamlárskvöld. Ólafsfirði verður brennan við Ósbrekkusand og hefst hún klukkan 20:00. Björgunarsveitin Tindur verður svo með flugeldasýningu klukkan 20:30.

Á Siglufirði hefst brennan klukkan 20:30 sunnan við Vesturtanga. Klukkan 21:00 hefst flugeldasýning Björgunarsveitarinar Stráka.

KF hefur veg og vanda að áramótabrennum í Fjallabyggð.