Brák íbúðafélag auglýsir íbúð lausa til leigu á Siglufirði

Brák íbúðafélag auglýsir íbúð lausa til leigu á Siglufirði.

Brák íbúðafélag hses. auglýsir eftir umsóknum um leigu á íbúðum að Vallarbraut 2-4-6. Um að ræða þrjár 3ja herbergja íbúð um 74-87m² og þrjár 4ra herbergja íbúðir um 106-108 m².

Áætluð afhending er um 1. júní 2025

Markmið Brákar íbúðafélags hses. er að bæta húsnæðisöryggi tekju- og eignaminni fjölskyldna og einstaklinga.

Um útleigu íbúðarinnar gilda lög um almennar íbúðir nr. 52/2016, í lögunum/reglugerð eru tilgreind tekju- og eignamörk ásamt viðmiði um greiðslubyrði leigu.

Uppbygging þessara íbúða er í samræmi við húsnæðisáætlun Fjallabyggðar og er gott dæmi um blandað samstarfsverkefni þar sem húsnæðisstuðningur sveitarfélagsins og ríkisins er nýttur til þess að koma uppbyggingu íbúða utan höfuðborgarsvæðisins af stað sem verður einnig til þess að byggðar verði íbúðir fyrir almennan markað og þannig aukið framboð á íbúðum til eignar eða leigu.

Umsókn um leigu

Umsókn skal senda á netfangið: brakibudafelag@brakibudafelag.is, með upplýsingum um hagi og húsnæðisstöðu umsækjenda ásamt afriti af síðasta skattframtali og afriti af þremur síðustu launaseðlum umsækjenda.

Umsóknarfrestur er til og með 23.05.2025

Brák íbúðafélag hses. úthlutar íbúðinni þegar farið hefur verið yfir allar umsóknir.