Bjössi brunabangsi heimsækir Fjallabyggð!

Dagur reykskynjarans er 1. desember ár hvert og þá hvetja slökkvilið alla til þess að athuga með brunavarnir á sínum heimilum og vinnustöðum eins og að skipta um rafhlöðu í reykskynjurum, fara yfir slökkvitækin og eldvarnarteppin.
 
Í tilefni af þessu ætlar Bjössi brunabangsi að heimsækja Fjallabyggð og geta börn og fullorðin komið og hitt Bjössa á eftirfarandi tímum:
 
4. desember - Jólakvöld á Siglufirði
Slökkvistöðin á Siglufirði á milli klukkan 19:00-20:00
 
5. desember - Jólakvöld á Ólafsfirði
Miðbær Ólafsfjarðar á milli klukkan 20:00-21:00
 
Fólk er hvatt til þess að koma með slökkvitæki sem þurfa þjónustuskoðun með sér þar sem slökkviliðsmenn munu yfirfara þau 🧯