Fréttir

Sumarnámskeið barna og ungmenna sumarið 2024

Fjallabyggðar hvetur hugmyndaríka einstaklinga og félagasamtök til að halda sumarnámskeið fyrir börn í Fjallabyggð í sumar. Undanfarin ár hefur Fjallabyggð hldið utan um yfirlit og auglýst sumarnámskeið / afþreyingu fyrir börn í Fjallabyggð.
Lesa meira

Takmörkun á lausagöngu katta á varptíma

Eigendur katta í Fjallabyggð eru minntir á að taka tillit til fuglalífs á varptíma, þ.e. frá 1. maí til 15. júlí nk., t.d. með því að hengja bjöllu á kettina og takmarka útiveru þeirra. Lausaganga katta er bönnuð frá kl. 20:00 til kl. 8:00 á þeim tíma samkvæmt samþykkt um kattahald í Fjallabyggð.
Lesa meira

Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 Námuvegur 8 – breytt landnotkun

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti 30. apríl 2024 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa meira

Auglýsing um skipulagsmál í Fjallabyggð -Flæðar á Ólafsfirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 30. apríl 2024 að kynna skipulagslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa meira

Tillaga að deiliskipulagi Hrannar- og Bylgjubyggðar 2 í Ólafsfirði

Tillaga að deiliskipulagi Hrannar- og Bylgjubyggðar 2 í Ólafsfirði. Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 30. apríl 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Hrannar- og Bylgjubyggðar 2 skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið afmarkast af deiliskipulagsmörkum þjóðvegarins í norður og austur.
Lesa meira

Hjólað í vinnuna fer fram dagana 8. – 28. maí 2024.

Frá árinu 2003 hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið myndarlega að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með heilsu- og hvatningarverkefninu „Hjólað í vinnuna“. Megin markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu í þrjár vikur í maí ár hvert. Starfsmenn vinnustaða hér á landi hafa tekið vel við sér því þátttakan hefur margfaldast síðan að verkefnið fór af stað. Hjólað í vinnuna fer fram dagana 8. – 28. maí 2024.
Lesa meira

Götusópur fer af stað í Fjallabyggð

Með hækkandi sól fer götusóparinn af stað. Fimmtudaginn 2. maí hefjumst við handa við árlega hreinsun gatna. Ááætlað er að þetta standi yfir í nokkra daga. Við biðjum bæjarbúa um að fylgjast vel með og færa til ökutæki ef kostur er á ti að auðvelda hreinsun gatna.
Lesa meira

Staðarval nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði - Kosningu lýkur í dag

Kosning um staðarval nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði fer nú fram á netinu með rafrænum skilríkjum undir slóðinni kirkjugardur.betraisland.is. Valið stendur á milli afmarkaðs svæðis við Brimnes og við Garðsveg. Aðeins íbúar 18 ára og eldri með lögheimili í Ólafsfirði geta tekið þátt í staðarvalinu og bent er á að niðurstaðan er ekki bindandi heldur aðeins ráðgefandi fyrir ákvarðanatöku bæjarstjórnar.
Lesa meira

Fjallabyggð lækkar gjaldskrár frá 1. maí nk.

Lækkun á gjaldskrám sveitarfélagsins. Við gerð langtímakjarasamninga á vinnumarkaði var því m.a. beint til sveitarfélaga að endurskoða gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi um síðustu áramót er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu. Miðað er við að hækkanir þessa árs verði ekki umfram 3,5%. Þá verði gjaldskrárhækkunum stillt í hóf eins og nokkur kostur er á samningstímanum.
Lesa meira

Söngskemmtun Karlakórs Fjallabyggðar ásamt Ástarpungunum

Laugardaginn 4. maí næstkomandi ætlar Karlakór Fjallabyggðar að blása til söngskemmtunar og hefur fengið til liðs við sig ballhljómsveitina Ástarpungana.
Lesa meira