25.10.2005
Þann 4. nóvember 2005 standa Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Svæðisráð Svæðisvinnumiðlunar Norðurlands vestra fyrir málþingi um atvinnumál á Norðurlandi vestra. Yfirskrift málþingsins er Norðurland vestra 2020 og verður það haldið í Verinu, húsnæði Háskólans á Hólum á Sauðárkróki. Málþingið stendur frá 10:30 til 17:00.Á málþinginu verður reynt að varpa ljósi á þróun atvinnulífs á Norðurlandi vestra síðustu fimmtán árin og hvernig líklegt er að atvinnulíf muni þróast á næstu 15 árum, en í tengslum við málþingið hefur verið gerð nokkuð umfangsmikil könnun á framtíðarsýn atvinnurekenda á Norðurlandi vestra. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir hefur framsögu á málþinginu en þennan dag mun ráðherra einnig tilnefna starfshóp til undirbúnings að vaxtarsamningi fyrir Norðurlands vestra.Á málþinginu verður reynt að draga fram hvernig atvinnulíf hefur þróast á undanförnum árum, staða atvinnulífs í dag verður skoðuð sérstaklega og reynt að skyggnast inn í framtíðina með aðstoð atvinnurekenda og sérfræðinga á sviði atvinnu- og menntamála. Yfirskrift málþingsins verður Norðurland vestra 2020, og er hugmyndin að varpa ljósi á mögulega framtíð atvinnuveganna til þess tíma. Í raun má segja að málþinginu sé ætlað að svara eftirfarandi þrem spurningum.1 Hvernig hefur atvinnulífið á Nv þróast síðustu 15 árin?2 Hver er staða atvinnulífsins í dag og hvaða kraftar verka á það?3 Hvernig má búast við að atvinnulífið verði á Nv eftir 15 ár?Leitast verður við að svara ofangreindum spurningum útfrá ólíkum forsendum og í anddyri ráðstefnuhússins verður sett upp sýning, þar sem þróun atvinnumála á Norðurlandi vestra í fortíð, nútíð og framtíð verður gerð skil. Kynntar verða niðurstöður viðamikillar könnunar sem gerð var meðal atvinnurekenda á Norðurlandi vestra í þeim tilgangi að varpa ljósi á framtíðarsýn þeirra.Erindi framsögumanna, sem eru virtir fræðimenn og þátttakendur í Íslensku atvinnulífi, munu fjalla m.a. um vaxtasamninga, samstarf atvinnurekenda, þróun mannfjölda, uppbyggingu lítilla fyrirtækja, áhrif menntunar á menningu og atvinnulíf ásamt mikilvægi jákvæðrar ímyndar fyrir Norðurland vestra. Að fyrirlestrum loknum verða settir saman umræðuhópar sem ætlað er að ræða nánar það sem fram kemur á málþinginu. Hverjum hópi er falið tiltekið umfjöllunarefni tengt atvinnuþróun og er þeim ætlað að komast að niðurstöðu um hvert sé æskilegt að stefna og hvaða leiðir séu vænlegar til að ná árangri í atvinnuþróun Niðurstöður hópanna verða kynntar í lok málþingsins.
Lesa meira
20.10.2005
Bæjarstjórn Siglufjarðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð á Saurbæjarási og Ráeyri, sem fram koma á tveimur skipulagsuppdráttum dags. 6. sept. 2005.Um er að ræða tvö svæði sunnan Skútuár ( svæði I og svæði II ) og tvö svæði norðan Skútuár ( svæði III og svæði IV )Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunum Gránugötu 24 frá og með föstudeginum 21. október 2005 til og með föstudagsins 18. nóvember 2005.Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingatillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til föstudagsins 2. desember 2005. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofunum Gránugötu 24. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.Tillögurnar eru til sýnis á bæjarskrifstofu.Skipulags- og byggingarfulltrúi Siglufjarðar
Lesa meira
20.10.2005
Bæjarstjórn Siglufjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Siglufjarðar 2003-2023 samkv. 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.Skipulagssvæðið við Saurbæjarás er endurskilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð og opið svæði til sérstakra nota. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun svæðisins á kostnað óbyggðs svæðis.Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunum Gránugötu 24 frá og með föstudeginum 21. október 2005 til og með föstudagsins 11. nóvember 2005.Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingatillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til föstudagsins 11. nóvember 2005. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofunum Gránugötu 24. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.Tillagan er til sýnis á bæjarskrifstofum.Skipulags- og byggingarfulltrúi Siglufjarðar
Lesa meira
20.10.2005
Ferðamálasamtök Norðurlands eystra og vestra, Ferðaþjónustuklasinn/ Vaxey og Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi bjóða til Uppskeruhátíðar ferðaþjónustunnar þann 10. nóvember. Þangað eru boðnir allir sem starfa að ferðamálum á Norðurlandi.Markmiðið með hátíðinni er að efla samkennd og samvinnu á milli ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi og að ferðaþjónustuaðilar kynnist því sem að önnur svæði hafa upp á að bjóða. Að þessu sinni eru Þingeyingar gestgjafar en áætlað er að þessi hátíð verði haldin árlega og þá á mismunandi svæðum á Norðurlandi. Hafa ferðaþjónustufyrirtæki í Þingeyjarsýslu lagt sitt af mörkum til að gera hátíðina sem glæsilegasta.Dagskráin hefst á Húsavík og í framhaldinu verður farið í hringferð um nágrennið með ýmsum skemmtilegum uppákomum á leiðinni. Um kvöldið verður svo dagskrá sem kætir bæði líkama og sál.Allar nánari upplýsingar og skráning eru á www.nordurland.is
Lesa meira
14.10.2005
Átta af tíu þingmönnum Norðausturkjördæmis auk eins úr Norðvesturkjördæmis, með Birki J. Jónsson í broddi fylkingar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um stofnun framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð, þar vilja þeir að boðið verði upp á nám til stúdentsprófs auk þess sem skólinn sérhæfi sig í sjávarútvegsmenntun. Lagt er til að ráðherra skipi undirbúningshóp sem í sitji fulltrúi menntamálaráðherra, sem veiti hópnum forustu, fulltrúi ráðherra byggðamála, fulltrúi sjávarútvegsráðherra, fulltrúi Dalvíkurbyggðar, fulltrúi Ólafsfjarðarbæjar og fulltrúi Siglufjarðarkaupstaðar. Flutningsmenn tillögunnar eru auk Birkis: Halldór Blöndal, Kristján L. Möller, Steingrímur J. Sigfússon, Dagný Jónsdóttir, Arnbjörg Sveinsdóttir, Einar Már Sigurðarson, Hlynur Hallsson og Sigurjón Þórðarson.Frétt á www.dagur.net
Lesa meira
13.10.2005
Bæjarráð Siglufjarðar og Ólafsfjarðar funduðu með félagsmálaráðherra, Árna Magnússyni, í gær vegna fyrirhugaðra viðræðna um sameiningu þessara sveitarfélaga. M.a. voru kynntar reglur sem gilda um aðkomu ráðuneytis að hugsanlegri sameiningu, reglur um jöfnunarsjóð o.fl. en hins vegar voru engin loforð gefin um fjármagn frá ríkinu enda ekki tímabært á þessu stigi. Bæjarstjórar beggja sveitarfélaga hafa lýst yfir ánægju með fundinn.Gera má ráð fyrir að í framhaldinu verði settar á fót starfsnefndir hjá báðum sveitarfélögum til þess að fara yfir málin og kanna til hlítar möguleika á sameiningu.
Lesa meira
10.10.2005
Vegagerðin hefur nú auglýst eftir þátttakendum í forvali vegna Héðinsfjarðarganga. Auglýsingu má sjá í framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar en skila skal forvalsgögnum í síðasta lagi þriðjudaginn 13. desember n.k.Nánar um þetta má sjá á heimasíðu Vegagerðar, www.vegagerdin.is.
Lesa meira
10.10.2005
Tillaga um sameiningu 9 sveitarfélaga í Eyjafirði var felld í kosningunum á laugardag, tillagan var aðeins samþykkt á Siglufirði og í Ólafsfirði en felld með afgerandi hætti í öðrum sveitarfélögum á svæðinu. Niðurstaðan þýðir einfaldlega það að ekki verður kosið aftur um þessa tillögu og er því líklegt að skipan sveitarfélaga á svæðinu verði óbreytt um sinn.Kosningaþátttaka á Siglufirði var tæp 61% sem verður að teljast þokkalegt, 65% sögðu já en 35% sögðu nei og er því niðurstaðan hér afar skýr.
Lesa meira