Ályktun vegna atvinnumála á landsbyggðinni

Bæjarstjórn Fjallabyggðar lýsir yfir áhyggjum af framkomnum upplýsingum um uppsagnir fjölda starfsmanna í sveitarfélaginu sem og annars staðar á landsbyggðinni.

Bæjarstjórn skorar á alþingi og ríkisstjórn að styðja við og tryggja eðlilegan framgang atvinnuuppbyggingar í sveitarfélögum á landsbyggðinni sem sérstaklega eru viðkvæm fyrir ákvörðunum stjórnvalda eins og dæmi eru um.

Ríkisstjórn hefur kynnt að stefnt sé að því að atvinnustefna til ársins 2035 verði samþykkt á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og afar mikilvægt er að í þeirri stefnu verði sérstaklega tekið tilliti til þess umhverfis sem sveitarfélög og atvinnulíf á landsbyggðinni býr við og að fylgt verði þeim drögum að vaxtarplani til ársins 20235 sem felur í sér að „samhæfa aðgerðir stjórnvalda til stuðnings atvinnulífi og veita fyrirsjáanleika til fjárfestinga“.