Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember alþjóðlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa. Minningardagurinn í ár er sunnudaginn 16. nóvember.
Minningarathöfn verður við kirkjutröppurnar á Siglufirði klukkan 17:00 og við minningarsteininn í kirkjugarðinum á Ólafsfirði kl. 17:45.
Auk þess að vera minningardagur hefur hér á landi skapst sú venja að tileinka daginn umfjöllun og forvörnum tiltekins áhættuþáttar sem valdið hefur banaslysum. Nú í ár er það notkun eins mikilvægasta öryggisbúnaðar bifreiða - öryggisbelta. Öryggisbelti minnka líkur á dauðsfalli í fólksbílum um allt að 45%. Koma hefði mátt í veg fyrir fjölda banaslysa og alvarlegra slysa ef öryggisbelti hefðu verið notuð.
Að baki minningardeginum standa Samgöngustofa, innviðaráðuneytið, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Neyðarlínan, Lögreglan, Vegagerðin og Öryrkjabandalagið. Í Fjallabyggð sjá Sysavarnadeildin Vörn og Slydavarnadeildin Hyrna um undirbúning minningardagsins.