Félagsþjónusta

Félagsþjónusta Fjallabyggðar hefur það að markmiði að "tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar" (Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, 1991 nr. 40). Við framkvæmd þjónustunnar er það haft að leiðarljósi að hvetja einstaklinginn til ábyrgðar á sjálfum sér og öðrum, styrkja hann til sjálfshjálpar og virða sjálfsákvörðunarrétt hans.

Félagsmálanefnd fer með málefni félagsþjónustu í umboði bæjarstjórnar.

Reglur um félagsþjónustu og fjárhagsaðstoð

Félagsþjónusta Fjallabyggðar er veitt í samræmi við eftirfarandi lög:

Nánari upplýsingar veitir deildarstjóri fjölskyldudeildar í síma 464-9100