Ungmennaráð Fjallabyggðar

15. fundur 14. nóvember 2017 kl. 17:00 - 17:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Joachim Birgir Andersen aðalmaður ungmennaráðs
  • Birna Björk Heimisdóttir aðalmaður ungmennaráðs
  • Sólveig Lilja Brinks aðalmaður ungmennaráðs
  • Kara Mist Harðardóttir aðalmaður ungmennaráðs
  • Kristinn Freyr Ómarsson aðalmaður ungmennaráðs
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

1.Ungmennaráð Fjallabyggðar 2017-2018

Málsnúmer 1711011Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu varafulltrúar í Ungmennaráði þeir Hörður Ingi Kristjánsson, Haukur Orri Kristjánsson, Karen Ásta Guðmundsdóttir.

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála bauð fundarmenn velkomna. Deildarstjóri fór yfir samþykktir fyrir Ungmennaráð Fjallabyggðar og kynnti fundarmönnum fyrirkomulag funda og fundaboðunar.

Aðalfulltrúar kusu úr sínum röðum formann og varaformann. Formaður ráðsins er Kristinn Freyr Ómarsson og varaformaður er Birna Björk Heimisdóttir.

Formaður ráðsins tók við fundarstjórn.

Ákveðið var að fundartími ráðsins yrði síðasta miðvikudag í mánuði kl. 16.30.

Fundi slitið - kl. 17:30.