Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

272. fundur 13. ágúst 2021 kl. 08:00 - 08:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2108004Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 5. ágúst 2021 þar sem Trausti Kristinsson sækir um leyfi fyrir byggingu sumarhúss á lóðinni "Burstabrekka lóð" Landnr. 150881 í Ólafsfirði í samræmi við meðfylgjandi teikningar.
Erindi samþykkt.

2.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi, Fossvegur 20

Málsnúmer 2108008Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn húseiganda við Fossveg 20 á Siglufirði um endurnýjun lóðarleigusamnings.
Erindi samþykkt.

3.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi, Hafnargata 2

Málsnúmer 2108013Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn húseiganda við Hafnargötu 2 á Siglufirði um endurnýjun lóðarleigusamnings.
Erindi samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:15.