Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

137. fundur 31. maí 2012 kl. 16:30 - 17:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Magnús Albert Sveinsson varaformaður
  • Sigurður Hlöðversson aðalmaður
  • Jón Árni Konráðsson aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir varamaður
  • Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri Tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri tæknideildar

1.Átak í afþreyingar- og umhverfismálum í Siglufirði

Málsnúmer 1106092Vakta málsnúmer

Valtýr Sigurðsson sækir um framkvæmdaleyfi fyrir golfvelli í Hólsdal fyrir hönd Leynings ses. samkvæmt meðfylgjandi framkvæmdalýsingu.

 

Erindi samþykkt. 

2.Lokun vegar við Hannes Boy

Málsnúmer 1205064Vakta málsnúmer

Finnur Yngvi Kristinsson sækir um fyrir hönd Rauðku ehf. leyfi til þess að loka fyrir umferð framan við Hannes Boy og út fyrir strandblakvöllinn.

 

Nefndin leggur til að gatan verði gerð að vistgötu á þessum kafla.

3.Beitarhólf Norðan Lambafens

Málsnúmer 1205084Vakta málsnúmer

Haraldur Björnsson óskar eftir að fá úthlutað beitarhólfi sem er sléttan fyrir norðan fjárhúsið við Lambafen 1, Siglufirði.

 

Nefndin samþykkir að úthluta umræddu hólfi til fjárbeitar í eitt ár og ítrekar að gert verði heildarskipulag yfir beitarland í Siglufirði.

Fundi slitið - kl. 17:00.