Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

329. fundur 10. desember 2025 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Ólafur Baldursson aðalm.
  • Þorgeir Bjarnason aðalm.
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varam.
Starfsmenn
  • Gísli Davíð Sævarsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Davíð Sævarsson Sviðsstjóri tæknisviðs

1.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Óskarsgata 7 - Flokkur 2

Málsnúmer 2512006Vakta málsnúmer

Umsókn um leyfi til endurbyggingar eftir bruna.
Samþykkt
Formaður vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Nefndin samþykkir byggingaráformin og mun byggingarfulltrúi gefa út byggingarleyfi þegar skilyrði 2.4.4.gr. byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.

2.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Suðurgata 87 - Flokkur 2

Málsnúmer 2512013Vakta málsnúmer

Umsókn um byggingarleyfi að Suðurgötu 87, 580 Siglufjörður
Samþykkt
Nefndin samþykkir byggingaráformin og mun byggingarfulltrúi gefa út byggingarleyfi þegar skilyrði 2.4.4.gr. byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.

3.Hávegur 32 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2511032Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings vegna Hávegar 32. Einnig lögð fram drög að merkjalýsingu sem er fylgiskjal samningsins.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

4.Hávegur 34 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2511031Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings vegna Hávegar 34. Einnig lögð fram drög að merkjalýsingu sem er fylgiskjal samningsins.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

5.Suðurgata 85-Umsókn um lóð

Málsnúmer 2512011Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 7.12.2025 þar sem Konráð Sigþór Vilhjálmsson og Elín Helga Hauksdóttir sækja um lóðina við Suðurgötu 85
Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarráð að umsókn um lóð verði samþykkt enda verði uppbygging á henni í samræmi við gildandi deiliskipulag.

6.Laugarvegur 29 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2504056Vakta málsnúmer

Lóðarhafar hafa í gegnum íbúagátt 7.12.2025, óskað eftir því að skila inn til Fjallabyggðar lóðinni við Laugarveg 29.
Samþykkt
Nefndin samþykkir skil á lóðinni. Tæknideild falið að auglýsa lóðina til úthlutunar að nýju skv. 2.gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð.

7.Tjaldsvæðið Ólafsfirði

Málsnúmer 2407050Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar, tillaga Landmótunar að breytingum á tjaldsvæði í Ólafsfirði.
Lagt fram til kynningar
Erindi kynnt. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 18:00.