Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

323. fundur 05. júní 2025 kl. 16:00 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir varam.
  • Þorgeir Bjarnason aðalm.
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Gísli Davíð Sævarsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Davíð Sævarsson Sviðsstjóri

1.Undirbúningur nýs vegar að fyrirhuguðum Fljótagöngum

Málsnúmer 2410005Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skipulagslýsing sem kynnir þær breytingar sem þurfa að eiga sér stað vegna nýrrar veglínu Fljótaganga.
Samþykkt
Arnar Þór Stefánsson víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst skv. 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

2.Aðalgata 14 Ólafsfirði - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2312008Vakta málsnúmer

Lagt er fram minnisblað vegna breyttrar notkunar og ásýndar við Aðalgötu 14, Ólafsfirði
Samþykkt
Áslaug Bárðardóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

Nefndin samþykkir tillögu sviðsstjóra að vegna breyttrar ásýndar verði framkvæmdin grenndarkynnt.

Fundi slitið - kl. 18:00.