Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

305. fundur 15. nóvember 2023 kl. 15:00 - 16:11 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður, A lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir varamaður, D lista
  • Ólafur Baldursson aðalmaður, D lista
  • Þorgeir Bjarnason aðalmaður, H lista
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi

1.Kvíabekkur 150903 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

Málsnúmer 2310012Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarheimild dagsett 3.10.2023 þar sem Sigurður Sigurðsson óskar eftir leyfi fyrir niðurrifi gamalla fjárhúsa á Kvíabekk sem eru að hruni komin og geta valdið hættu. Matshlutar sem um ræðir eru nr. 03,05,06,08 og 09.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

2.Umsókn um lóð undir dreifistöð Rarik

Málsnúmer 2310063Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Rögnvaldi Guðmundssyni f.h. Rarik þar sem sótt er um lóð undir dreifistöð á milli Snorragötu 4 og 6 á Siglufirði. Húsið sem ráðgert er að nota verður 2,48x3,44 m að grunnfleti. Einnig lögð fram teikning af staðsetningu lóðar sem sótt er um og mynd af væntanlegu húsi fyrir dreifistöð.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir að unnin verði breyting á deiliskipulagi Snorragötu svo hægt verði að skilgreina og úthluta lóð undir fyrirhugaða dreifistöð Rarik. Breytingin telst óveruleg og skal því fara fram grenndarkynning fyrir lóðarhafa Snorragötu 4 og 6, í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Skv. 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga er skipulagsnefnd heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.

3.Póstbox í Fjallabyggð

Málsnúmer 2310043Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga frá Póstinum að staðsetningu póstboxa í Fjallabyggð.
Nefndin sér ekki ástæðu til að taka afstöðu til staðsetningar póstboxa á lóðum sem eru á forsvari annarra en bæjarins. Nefndin beinir því jafnframt til Póstsins að huga að aðgengismálum, s.s. bílastæðum fyrir notendur og starfsfólk. Framlagðar staðsetningar við sundlaugar eru taldar óheppilegar; á Siglufirði er hún langt frá því að vera miðsvæðis, og á Ólafsfirði skapar boxið óþarfa umferð inn á bílastæði fyrir skóla- og íþróttastarf. Staðsetning póstboxa á gangstétt við Kjörbúðina í Ólafsfirði er óæskileg með tilliti til gangandi vegfarenda og gangbrautar sem þar er. Heppilegra væri að finna póstboxunum stað innan lóðar Kjörbúðarinnar þar sem gert er ráð fyrir aðkomu bíla og athafnastarfsemi, í samráði við rekstraraðila Kjörbúðarinnar.

4.Endurskoðun reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð

Málsnúmer 2310001Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að endurskoðuðum reglum um úthlutun lóða í Fjallabyggð.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði endurskoðuð að nýju fyrir lok árs 2025. Vísað til samþykktar bæjarstjórnar.

5.Styrkumsóknir 2024 - Grænir styrkir - umhverfisstyrkir

Málsnúmer 2309077Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit umsókna um græna styrki fyrir árið 2024, bæjarráð óskaði eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar um málið.
Vísað til bæjarráðs
Nefndin þakkar öllum umsækjendum fyrir góðar umsóknir. Nefndin telur eðlilegt að tekið sé tillit til rekstrarstyrkja félagasamtaka við úthlutun grænna styrkja og jafnframt að sveitarfélagið eigi sjálft að hafa umsjón með verkefnum á opnum svæðum innan sveitarfélagsins. Umsækjendur sem ekki hafa áður fengið úthlutað grænum styrk ættu að ganga fyrir.

6.Fjárhagsáætlun 2024-2027 - Tillaga að fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2310067Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga að fjárhagsáætlun málaflokka 07, 08, 09, 10, 11, 31, 33 og 65 ásamt rekstrarreikning málaflokkanna.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 16:11.