Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

96. fundur 01. september 2010 kl. 16:00 - 21:15 í fundarherbergi í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Gylfason formaður
  • Magnús Albert Sveinsson aðalmaður
  • Elín Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Hlöðversson aðalmaður
  • Jón Árni Konráðsson varamaður
  • Stefán Ragnar Hjálmarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Ingibjörg Ólöf Magnúsdóttir tæknifulltrúi
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
  • Hreinn Júlíusson tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Magnúsdóttir tæknifulltrúi

1.Aðalskipulag Fjallabyggðar 2008 - 2028

Málsnúmer 0811043Vakta málsnúmer

Halldór Jóhannsson frá Teikn á lofti mætti á fundinn og var farið yfir þær athugasemdir sem inn komu að tillögu að aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028.  Halldóri var falið að gera endanlega tillögu að svörum við athugasemdum í samræmi við þær umræður og ákvarðanir sem komu fram á fundinum og koma með á næsta fund.
 

Elín vék af fundi þegar umræður voru um Héðinsfjörð. 

 

Nefndin ákvað að fara ferð á Siglunes, föstudaginn 3. september.

2.Deiliskipulag - Hesthúsasvæði Siglufirði

Málsnúmer 1008138Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu mála varðandi deiliskipulag við hesthúsasvæðið á Siglufirði.

Nefndin samþykkir að setja svæðið í deiliskipulag ef fjárheimild fæst.

3.Bæjargirðing Siglufirði

Málsnúmer 1009010Vakta málsnúmer

Umræða var um fjárhelda girðingu um þéttbýli Siglufirði þar sem niðurstaðan var að hafa samband við Reyni Vilhjálmsson landslagsarkitekt um hvernig best mætti tengja saman snjóflóðavarnargarða og fjárgirðingu.  Niðurstaða verði lögð fyrir nefndina aftur.

Fundi slitið - kl. 21:15.