Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

281. fundur 07. febrúar 2022 kl. 16:30 - 17:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Hafey Pétursdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafey Pétursdóttir tæknifulltrúi

1.Breyting á deiliskipulagi - Leirutangi

Málsnúmer 2202016Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn frá Össuri Willardssyni, dagsett 4. febrúar 2022, um mögulega lóð á Leirutanga fyrir byggingu á iðnaðarhúsi.
Nefndin felur tæknideild að fara yfir hvar lausar lóðir fyrir atvinnuhúsnæði eru á Siglufirði.

2.Umsókn um stöðuleyfi - Óskarsbryggju

Málsnúmer 2201019Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dags. 10. janúar 2022 þar sem Jón Kort Ólafsson sækir um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám á Óskarsbryggju fyrir t.a.m. grásleppuúthald.
Erindi samþykkt.

3.Stofnun lóðar úr landi Burstabrekku

Málsnúmer 2202005Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 12. desember 2021, þar sem Elís Hólm Þórðarson, f.h. Haforku ehf, sækir um að stofna lóð úr landi Burstabrekku, Ólafsfirði.
Erindi samþykkt.

4.Siglunes 2 - Lóðarleigusamningur

Málsnúmer 2008003Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni til nefndarinnar, frá skiptastjóra dánarbús Stefáns Einarssonar, að samþykkja uppdrátt fyrir Siglunes 2, land.
Erindi samþykkt.

5.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hávegur 16

Málsnúmer 2112060Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dags. 29. desember 2021, þar sem Guðrún Linda Þorvaldsdóttir sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Háveg 16, Siglufirði. Jafnframt er sótt um stækkun lóðar að aðliggjandi lóðarmörkum við Háveg 14b.
Erindi samþykkt.

6.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Suðurgata 50

Málsnúmer 2201028Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dags. 13. janúar 2022, þar sem Guðrún Sif Guðbrandsdóttir sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Suðurgötu 50, Siglufirði.
Erindi samþykkt.

7.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hólavegur 79

Málsnúmer 2201033Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dags. 17. janúar 2022, þar sem Jón Kort Ólafsson sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Hólaveg 79, Siglufirði.
Erindi samþykkt.

8.Sorphirða í Fjallabyggð 2022 - Sorphirðudagatal

Málsnúmer 2112057Vakta málsnúmer

Lögð fram tilliga að breyttu sorphirðudagatali fyrir árið 2022 hjá Fjallabyggð.
Nefndin samþykkir framlagt sorphirðudagatal.

Fundi slitið - kl. 17:10.