Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

238. fundur 03. apríl 2019 kl. 16:30 - 17:20 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Konráð Karl Baldvinsson formaður I lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi

1.Breyting á aðalskipulagi - Kleifar

Málsnúmer 1802002Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju breyting á aðalskipulagi á Kleifum í Ólafsfirði sem auglýst var frá 20. desember til 15. febrúar 2019 í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Veðurstofunni og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Eftir auglýsingu var tekin út setning um hitaveitu Norðurorku vegna umsagnar frá fyrirtækinu.
Samþykkt
Nefndin samþykkir skipulagstillöguna og felur tæknideild að sjá um afgreiðslu og gildistöku hennar í samræmi við 32.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag frístundabyggðar á Ytri-Gunnólfsá II

Málsnúmer 1810004Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju deiliskipulagstillaga frístundabyggðar á Ytri-Gunnólfsá II sem auglýst var frá 20. desember til 15. febrúar 2019 í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir bárust frá Norðurorku, Minjastofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Veðurstofunni og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Eftir auglýsingu voru gerðar eftirfarandi breytingar: Í kaflanum um fornminjar er nr. á skráðum minjum breytt í samræmi við deiliskráningu á skipulagssvæðinu og útlínur þeirra og punktar vegna heimilda um minjar sýndar á uppdrætti. Í kaflanum um veitur er tenging við hitaveitu Norðurorku felld út.
Samþykkt
Nefndin samþykkir skipulagstillöguna og felur tæknideild að sjá um afgreiðslu og gildistöku hennar í samræmi við 42.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Umsókn um leyfi fyrir klifurturni

Málsnúmer 1903068Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 21. mars 2019 þar sem Magnús Magnússon f.h. björgunarsveitarinnar Stráka óskar eftir leyfi til að reisa klifurturn ofan við Hlíðarrípil á Siglufirði í samræmi við meðfylgjandi teikningar.
Samþykkt
Erindi samþykkt en staðsetning skal vera í samráði við tæknideild. Nefndin bendir einnig á að ekki verður hægt að nýta turninn yfir vetrarmánuðina þar sem um snjóflóðahættusvæði er að ræða.

4.Grindarhlið á Ólafsfjarðarvegi

Málsnúmer 1903022Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 3. mars 2019 þar sem Helgi Jóhannsson, nefndarmaður skipulags- og umhverfisnefndar, leggur til að farið verði í viðræður við Vegagerðina um það verkefni að færa grindarhlið á Ólafsfirði, neðan Hornbrekku, til suðurs að afleggjara við Hlíð.
Erindi svarað
Nefndin þakkar Helga fyrir góða ábendingu og felur deildarstjóra tæknideildar að taka upp málið við Vegagerðina.

5.Umsókn um byggingarleyfi - Svalir á Fossveg 16

Málsnúmer 1903094Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 28. mars 2019 þar sem Óðinn Gunnarsson óskar eftir leyfi til að byggja svalir á suðurhlið Fossvegar 16 samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Einnig lagt fram samþykki nágranna á Fossvegi 14.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

6.Endurnýjun lóðarleigusamnings - Eyrargata 19 Siglufirði

Málsnúmer 1903074Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 25. mars 2019 þar sem Albert Gunnlaugsson f.h. Tunnunnar prentþjónustu ehf. óskar eftir endurnýjun á lóðarleigusamning fyrir lóðina Eyrargötu 19. Einnig lögð fram drög að nýjum lóðarleigusamning og lóðarblaði.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

7.Endurnýjun lóðarleigusamnings - Hólavegur 39, Siglufirði

Málsnúmer 1903054Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 18. mars 2019 þar sem Ómar Hauksson f.h. hönd eigenda Hólavegar 39 óskar eftir endurnýjun lóðarleigusamnings. Einnig lögð fram drög að nýjum lóðarleigusamning og lóðarblað fyrir Hólaveg 39.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

8.Áningastaður vestan brúar í Ólafsfirði

Málsnúmer 1904004Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar, nefndarmanns skipulags- og umhverfisnefndar, dagsett 31. mars 2019 þar sem sveitarfélagið er hvatt til viðræðna við Vegagerðina vegna áningastaðar vestan brúar yfir ósinn í Ólafsfirði, eins og til stóð í kjölfar opnunar Héðinfjarðarganga.
Erindi svarað
Nefndin þakkar Helga fyrir góða ábendingu og felur deildarstjóra tæknideildar að taka upp málið við Vegagerðina.

9.Umsókn um leyfi til búfjárhalds

Málsnúmer 1904002Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Þorvalds Hreinssonar dagsett 31. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi fyrir 8 hestum á Brimvelli 3 í Ólafsfirði.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

10.Stjórnsýslukæra vegna endurnýjunar byggingarleyfis fyrir Suðurgötu 49, Siglufirði

Málsnúmer 1807023Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna kæru ákvörðunar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 14. maí 2018 um að samþykkja með skilyrði umsókn um endurnýjun byggingarleyfis vegna Suðurgötu 49.
Úrskurðarnefnd hafnar kröfu kæranda.
Lagt fram
Fylgiskjöl:

11.Lýsing landsskipulagsstefnu um loftslag, landslag og lýðheilsu

Málsnúmer 1903057Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar lýsing fyrir gerð landsskipulagsstefnu um loftslag, landslag og lýðheilsu. Kynningartími er til 8. apríl 2019 en ábendingum er hægt að koma á framfæri bréflega til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík, með tölvupósti á landsskipulag@skipulag.is eða í athugasemdagátt á landsskipulag.is.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 17:20.