Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

102. fundur 15. nóvember 2023 kl. 16:15 - 19:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Birgitta Þorsteinsdóttir varamaður, D lista
  • Ægir Bergsson formaður, A lista
  • Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Karen Sif Róbertsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar einnig.

1.Tjarnarborg - Reglur og samningur um sölu áfengra drykkja

Málsnúmer 2309016Vakta málsnúmer

Uppfærðar reglur um sölu áfengra drykkja í Tjarnarborg.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir uppfærð drög að reglum um sölu áfengra drykkja í Tjarnarborg. Breytingar hafa verið gerðar á reglunum í samræmi við bókun markaðs- og menningarnefndar á 100. fundi sínum 28.9.2023.
Samningur um sölu áfengra drykkja verður uppfærður í takt við nýjar reglur. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Styrkumsóknir 2024 - Menningarmál

Málsnúmer 2309073Vakta málsnúmer

Farið yfir umsóknir um styrki til menningarmála 2024.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd tók umsóknir um menningarstyrki til einstakra verkefna, fyrir árið 2024, til umfjöllunar. Markaðs- og menningarnefnd úthlutar styrkjum í þessum styrkflokki á fundi sínum í janúar 2024 og verður niðurstaða úthlutunar birt í kjölfarið.

3.Styrkumsóknir 2024 - Hátíðarhöld og stærri viðburðir í Fjallabyggð

Málsnúmer 2309076Vakta málsnúmer

Umsóknir um styrki til hátíðarhalda og stærri viðburða í Fjallabyggð 2024 teknar til umfjöllunar og umsagnar.
Vísað til bæjarráðs
Umsóknir um styrki til hátíðarhalda og stærri viðburða fyrir árið 2024 lagðar fram til kynningar og umfjöllunar. Markaðs- og menningarnefnd veitir umsögn um umsóknirnar til bæjarráðs sem úthlutar styrkjum til hátíðarhalda í upphafi nýs árs.

4.Styrkumsóknir 2024 - Rekstrarstyrkir til safna og setra.

Málsnúmer 2309075Vakta málsnúmer

Umsóknir um styrki til rekstrar safna og setra í Fjallabyggð 2024 teknar til umfjöllunar og umsagnar.
Vísað til bæjarráðs
Umsóknir um rekstrarstyrki til safna og setra fyrir árið 2024 lagðar fram til kynningar og umfjöllunar. Markaðs- og menningarnefnd veitir umsögn um umsóknirnar til bæjarráðs sem úthlutar rekstrarstyrkjum til safna og setra í upphafi nýs árs.

Fundi slitið - kl. 19:00.