Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

101. fundur 09. nóvember 2023 kl. 17:00 - 18:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður, D lista
  • Ægir Bergsson formaður, A lista
  • Karen Sif Róbertsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Haustfundur ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð 2023

Málsnúmer 2309120Vakta málsnúmer

Haustfundur ferðaþjónustu-, menningar-, afþreyingar og þjónustuaðila í Fjallabyggð hefur verið haldinn árlega. Lokadrög að dagskrá kynnt.
Lagt fram til kynningar
Haustfundur ferðaþjónustu-, menningar-, afþreyingar- og þjónustuaðila í Fjallabyggð verður haldinn þriðjudaginn 21. nóvember kl. 17:00 í Tjarnarborg.

2.Fjárhagsáætlun 2024-2027 - Tillaga að fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2310067Vakta málsnúmer

Tillaga að fjárhagsáætlun 2024 kynnt og rædd.
Lagt fram til kynningar
Tillaga að fjárhagsáætlun 2024 fyrir markaðs- og menningarmál lögð fram til kynningar.

3.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2311012Vakta málsnúmer

Tillögur að gjaldskrám þeirra stofnana sem heyra undir markaðs- og menningarnefnd fyrir árið 2024 lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Tillögur að gjaldskrám Tjarnarborgar, bóka- og héraðsskjalasafns og tjaldsvæða liggja fyrir.
Lagðar fram til kynningar

4.Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2024

Málsnúmer 2308042Vakta málsnúmer

Farið yfir tilnefningar til bæjarlistamanns 2024.
Samþykkt
Jón Kort Ólafsson vék af fundi undir þessum lið.
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar fór yfir tilnefningar til bæjarlistamanns Fjallabyggðar 2024
Fjöldi tilnefninga bárust nefndinni og þakkar hún fyrir margar og áhugaverðar tilnefningar. Einnig þakkar nefndin fráfarandi bæjarlistamanni, Brynju Baldursdóttur, fyrir framlag hennar til menningar og lista.
Markaðs- og menningarnefnd útnefnir Ástþór Árnason bæjarlistamann Fjallabyggðar 2024. Nefndin óskar Ástþóri til hamingju með útnefninguna. Bæjarlistamaður verður útnefndur formlega við afhendingu menningarstyrkja í ársbyrjun 2024.

Fundi slitið - kl. 18:30.