Hafnarstjórn Fjallabyggðar

117. fundur 20. nóvember 2020 kl. 16:00 - 17:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Andri Viðar Víglundsson aðalmaður, H lista
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
  • Heimir Sverrisson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Fjallabyggðarhafnir - Fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 2011026Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2021 fyrir fjallabyggðarhafnir.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að fjárhagsáætlun 2021 fyrir fjallabyggðarhafnir.

2.Gjaldskrár 2021

Málsnúmer 2009064Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrá 2021 fyrir fjallabyggðarhafnir.
Hafnarstjórn samþykkir drögin fyrir sitt leiti.

3.Aflatölur 2020

Málsnúmer 2004048Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og kynnti aflatölur til og með 20. nóvember með samanburði við fyrra ár. Á Siglufirði hefur verið landað 20.338 tonnum í 1.860 löndunun en á sama tíma í fyrra hafði verið landað 26.676 tonnum í 1.809 löndunum. Á Ólafsfirði hefur verið landað 511 tonnum í 293 löndunum, á sama tímabili í fyrra var landað 376 tonnum í 356 löndunum.

4.Sorphirða á hafnarsvæðum

Málsnúmer 2011028Vakta málsnúmer

Hafnarstjóra og yfirhafnarverði falið að fara yfir fyrirkomulag sorphirðu á hafnarsvæðum og koma með tillögu að verklagi með aukinni flokkun á sorpi.

5.Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003

Málsnúmer 2011017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að frumvarpi til breytingar á hafnarlögum nr. 61/2003.

6.Hafnasambandsþing 2020

Málsnúmer 2007012Vakta málsnúmer

Boðað er til rafræns hafnasambandsþings 27. nóvember 2020.
Hafnarstjóri, formaður hafnarstjórnar og yfirhafnarvörður munu sækja þingið fyrir hönd hafnarstjórnar.

7.Fundur hafnarstjórnar - Önnur mál 2020

8.Fundargerðir Hafnasambands Íslands

Málsnúmer 2003065Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.